fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Óvænt tíðindi – Klopp staðfestir að hann sé að hætta með Liverpool í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 10:42

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool mun hætta sem þjálfari liðsins í sumar. Þetta staðfestir hann í dag.

Tíðindin eru mjög óvænt. „Ég fer frá Liverpool í lok tímabils, ég get skilið að þetta er áfall fyrir marga,“ segir Klopp.

Klopp útskýrði af hverju hann tekur þessa ákvörðun. „Ég elska allt við Liverpool, ég elska allt við borgina og stuðningsmennina. Ég elska liðið.“

„Ég tek þessa ákvörðun því ég tel að ég verði að taka hana, ég er að verða orkulaus í þessu starfi. Ég hef vitað þetta lengi að ég yrði að greina frá þessu.“

„Ég er góður núna en ég veit að ég get ekki unnið þetta starf aftur og aftur. Eftir öll árin saman og tímann sem við höfum átt saman, ég elska ykkur og vildi segja ykkur sannleikann.“

Klopp hefur einu sinni orðið enskur meistari og unnið Meistaradeildina einu sinni. Hann getur bætt titlum í safnið áður en hann hættir.

Klopp tók við þjálfun Liverpool árið 2015 þegar liðið hafði átt í talsverðum vandræðum um langt skeið. Óvíst er hvert næsta skref Klopp á ferlinum er en ljóst má vera að mörg stórveldi horfa til hans.

Liverpool fær nú góðan tíma til að finna eftirmann Klopp en það gæti reynst stór spor að fylla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum