Þeir Harry Maguire og Christian Eriksen, leikmenn Manchester United og Luke Littler, 17 ára stórstjarna í pílukasti, tóku leik í pílu í gær og var sýnt frá því á Sky Sports.
Þó Littler hafi eðlilega haft sigur úr býtum kom frammistaða Maguire mjög á óvart.
„Maguire er geitin (e.GOAT),“ skrifaði einn netverji og margir tóku í sama streng.
Littler er harður stuðningsmaður United og því líklega ákveðinn draumur fyrir hann að rætast einnig.
Hér að neðan má sjá myndband af magnaðri frammistöðu Maguire, og enn betri frammistöðu Littler í kjölfarið.
How many darts will it take Luke Littler to beat Harry Maguire’s 9-dart score of 171? 🎯
Three perfect throws… 😅 pic.twitter.com/UMZY2iNEGy
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 25, 2024