Todd Boehly eigandi Chelsea er líklegur til þess að halda áfram að selja uppalda leikmenn enda kemur það betur út fyrir bókhaldið gagnvart FFP reglum UEFa.
Chelsea seldi síðasta sumar þá Mason Mount, Ruben Loftus-Cheek, Callum Hudson-Odoi og Ethan Ampadu.
Þegar uppalinn leikmaður er seldur er kaupverðið hreinn hagnaður í bókhaldinu, leikmaður sem er keyptur sem félagið er það ekki.
Mikið hefur verið rætt um Conor Gallagher en TOttenham hefur áhuga á að kaupa hann og Chelsea virðist tilbúið að selja hann.
Chelsea segir svo frá því í dag að Manchester City sé farið að skoða það að kaupa Recce James sem hefur mikið verið meiddur.
Chelsea er sagt opið fyrir því að selja hann og fá þar væna summu inn í kassann fyrir uppalinn leikmann sem myndi fegra bókhaldið hjá Boehly eftir mikla eyðslu.