Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, segir frá því í hlaðvarpinu sínu að í mörg ár hafi íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu mætt í Kastljós með fyrirfram ákveðinn orð sem þeir áttu að segja.
Sveppi sem er náinn vinur Eiðs Smára Guðjohnsen segir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Beint í bílinn. Hann segir að leikmenn landsliðsins hafi alltaf fengið verkefni þegar Kastljós boðaði þá í viðtal
„Þeir gera þetta stundum, þegar Eiður Smári var í landsliðinu og þá komu þeir stundum að spila leiki á Laugardalsvelli. Það var alltaf einhver úr landsliðinu fenginn til þess að fara í Kastljós,“ segir Sveppi í Beint í bílinn.
Hann segir að leikmenn landsliðsins hafi verið saman á hótelinu og ákveðið hvaða orð leikmaðurinn ætti að segja.
„Þeir eru allir saman á hóteli, eru þar í jogging galla að bíða eins og landsliðið gerir. Þessi sem fer í Kastljósið átti að koma fimm orðum fyrir í viðtalinu,“ segir Sveppi.
„Þú átt að segja að það sé létt yfir landsliðinu, minnast á Arnar Grétarsson sem var einu sinni í landsliðið, svo segja þeir einhver orð. Svo er Þórhallur Gunnarsson að taka þessi viðtöl á þessum tíma.“
Hann segir þetta hafa verið einkahúmor en hann lét Pétur Jóhann Sigfússon fá þetta verkefni þegar hann gestur í þætti Gísla Marteins á RÚV síðustu helgi.
„Svo er sé sem fer í viðtalið að reyna að koma orðunum að eðlilega, þetta er einkahúmor fyrir landsliðið. Mjög skemmtilegt,“ segir Sveppi léttur.