Love Island-stjarnan Arabella Chi skaut aðeins á knattspyrnumanninn Ruben Dias í viðtali á dögunum.
Chi og Dias byrjuðu saman í september á síðasta ári en sá síðarnefndi sleit sambandinu óvænt í byrjun þessa árs.
„Síðasta ár var óhappaár þegar kom að því að finna þann rétta. Ég hef verið svo óheppin þegar kemur að ástum,“ sagði Chi við The Sun.
„Ég hef haldið að einhverjir séu þeir réttu en það eru mistök sem ég læri af.“
Chi hélt áfram að skjóta á Dias.
„Það sem ég hef lært af síðasta ári er að þú getur haldið að þú þekkir einhvern en þú gerir það alls ekki. Ég hef verið með fólki sem hentaði mér ekki vel.“
Dias er á mála hjá Manchester City og er einnig fastamaður í portúgalska landsliðinu.