Manchester United hafnaði tilboði Inter í bakvörðinn Aaaron Wan-Bissaka, en ítalska félagið bauð leikmann á móti. The Sun segir frá þessu.
Hægri bakvörðurinn hefur verið fastamaður í liði United undanfarið og miðað við þessar fréttir vildi Erik ten Hag ekki losa sig við hann þrátt fyrir að hægri bakvörður Inter, Denzel Dumfries, hafi verið boðinn á Old Trafford á móti.
United hefur áður verið á eftir Dumfries, sem hefur komið að fimm mörkum á þessu tímabili. Ákvað félagið hins vegar nú að halda sig við Wan-Bissaka.
Wan-Bissaka hefur alls komið við sögu í 17 leikjum á þessari leiktíð og hefur hann lagt upp tvö mörk í þeim.