Það hefur mikið verið í umræðunni undanfarið að stjörnur sem héldu til Sádi-Arabíu í sumar vilji nú burt. Annar leikmaður gæti verið á förum.
Jordan Henderson yfirgaf Al-Ettifaq á dögunum eftir aðeins hálft tímabil og þá er Karim Benzema orðaður við brottför.
Nú er talið að Sergej Milikovic-Savic, sem gekk í raðir Al-Hilal frá Lazio í sumar, vilji fara aftur til Ítalíu í þessum mánuði.
Milinkovic-Savic á að hafa hitt fyrrum liðsfélaga sína í Lazio á flugvellinum í Riyadh um helgina, en liðið var að spila leik þar í ítalska ofurbikarnum. Ítalski miðillinn Il Messaggero segir frá þessu og að Milinkovic-Savic hafi látið þá vita að hann vildi burt.
„Ég sakna ykkar svo mikið og langar aftur til Lazio,“ á serbneski miðjumaðurinn að hafa sagt.