fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Bjarni Jó sækir markvörð á Selfoss sem hefur í tvígang farið upp með honum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólski markvörðurinn, Robert Blakala, er genginn í raðir Selfoss og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Blakala hefur spilað með Njarðvík síðustu þrjú tímabil en samningur hans við þá grænklæddu rann út nú nýlega og kemur hann því til félagsins á frjálsri sölu. Markvörðurinn spilaði undir stjórn núverandi þjálfara Selfoss, Bjarna Jóhannssonar, um tíma með Njarðvík og Vestra.

,,Ég er ánægður með að vera búinn að skrifa undir hjá Selfoss. Ég átti langt og gott samtal við Bjarna sem sagði mér frá verkefninu sem framundan er og ég er virkilega spenntur fyrir því,” segir Blakala.

Robert Blakala er fæddur árið 1994 en hann kom hingað til lands fyrst fyrir tímabilið 2018, þá til Njarðvíkur. Þaðan fór hann til Vestra í tvö tímabil áður en hann fór aftur til Njarðvíkur.

,,Við Bjarni höfum tvisvar sinnum farið upp um deild saman, bæði með Njarðvík og Vestra og næst er það vonandi Selfoss. Ég get ekki beðið eftir því að koma til landsins, hitta liðsfélagana og byrja að spila.” sagði Blakala að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing