Tottenham tilkynnti í gær að félagið hefði kallað Japhet Tanganga til baka úr láni frá þýska félaginu Augsburg. Hann hefur nú verið sendur á lán á ný.
Dvöl varnarmannsins hjá Augsburg var misheppnuð og ákvað Tottenham að kalla hann til baka. Nú er hann farinn til Millwall í ensku B-deildinni.
Hinn 24 ára gamli Tanganga kom upp í gegnum unglingastarf Tottenham en ljóst er að hann hefði lítið fengið að spila þar á leiktíðinni.
Japhet Tanganga has joined Championship side Millwall on loan for the remainder of the season.
Go well, Japh! 🙌
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 18, 2024