Raphael Varane, miðvörður Manchester United, gæti verið í vandræðum eftir að hafa tekið mynd af sér á skíðasvæði í fríi sínu.
Allir leikmenn United eru í stuttu vetrarfríi og svo virðist sem Varane hafi ákveðið að skella sér á skíði.
United leyfir leikmönnum sínum hins vegar alls ekki að fara á skíði á meðan tímabili stendur vegna meiðslahættu.
Varane tók vissulega ekki mynd af sér á skíðum en hann þarf líklega að svara til saka þegar hann kemur til baka.
Fjöldi félaga í Evrópu bannar leikmönnum sínum að fara á skíði vegna meiðslahættu.
Skýrt dæmi um meiðsli sem hafa hlotist á skíðum er þegar Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, var frá í tíu mánuði eftir ein slík.
Varane hefur verið orðaður við brottför frá United en samningur hans rennur út í sumar.