Ivan Toney framherji Brentford mun byrja sinn fyrsta leik í átta mánuði á morgun. Thomas Frank, stjóri liðsins staðfestir þetta.
Toney var dæmdur í bann fyrir að veðja á ólöglegan hátt á leiki sína og annara liða.
Frank segir að Toney verði fyrirliði Brentford í leiknum þegar hann mætir aftur til leiks.
Stjórinn sagði einnig að 99,9 prósent líkur væru á því að enski framherjinn myndi klára tímabilið með Brentford.
Bæði Arsenal og Chelsea hafa áhuga á að kaupa Toney en Brentford hefur skellt 100 milljóna punda verðmiða á framherjann.