Ensk götublöð halda því nú fram að Jordan Henderson hafi aldrei fengið borgað laun frá Al-Ettifaq á meðan hann var leikmaður féalgsins.
Henderson hefur rift samningi sínum í Sádí og samþykkti að félagið þyrfti ekki að gera upp við sig.
Henderson vildi ólmur losna frá Al-Ettifaq en fjölskyldu hans leið ekki vel í Sádí Arabíu.
Henderson er að semja við Ajax sem hefur verið í miklum vandræðum í hollensku úrvalsdeildinni.
Henderson átti að þéna 700 þúsund pund á viku í Sádí en vildi ekki vera þar lengur og samþykkt að labba burt frá launum sínum.