Cheikhou Kouyate miðjumaður Nottingham Forest hefur yfirgefið herbúðir Senegal á Afríkumótinu eftir að faðir hans lést í gær.
Faðir Kouyate lést í Senegal í gær en útför hans fer fram í dag og er Kouyate mætur til Dakar í Senegal.
Óvíst er hvort Kouyate mæti aftur til leiks á Afríkumótinu en riðlakeppnin er komin á fulla ferð.
Kouyate var ónotaður varamaður í fyrsta leik Senegal þegar liðið vann 3-0 sigur á Gambíu.
Kouyate hefur lengi spilað á Englandi en hann er 34 ára gamall og lék áður með Crystal Palace og West Ham.