Troy Deeney fyrrum framherji Watford og þjálfari Forest Green Rovers í dag hefur fengið mörg ógeðfelld skilaboð á Instagram undanfarnar vikur.
Deeney tók við þjálfun Forest Green í síðasta mánuði en hann lét leikmennina heyra það eftir tap leik um helgina.
„Það er of mikið af smábörnum í hópnum,“ sagði Deeney meðal annars eftir tapleik gegn Harrogate um helgina en baðst afsökunar á ummælum sínum.
„Ég lét tilfinningarnar fara með mig,“ sagði Deeney um ummæli sín en birti svo skilaboð sem hann fékk á Instagram.
Deeney sem er þeldökkur birtir skilaboðin þar sem N-orðið er meðal annars notað og Deeney er beðinn um að halda kjafti.
Rasísk skilaboð til knattspyrnumanna eru ansi tíð og hafa hinar ýmsu herferðir ekki náð að koma í veg fyrir þetta en oftar en ekki koma skilaboðin frá nafnlausum aðgöngum.