Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að hans menn hafi verið ansi heppnir gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Chelsea vann tæpan 1-0 heimasigur á grönnum sínum en Cole Palmer gerði eina markið úr vítaspyrnu.
Bakvörðurinn Malo Gusto var ansi heppinn að fá ekki rautt spjald í viðureigninni fyrir klaufalegt brot en hann var með sólann hátt á lofti er hann reyndi að koma boltanum burt.
,,Þetta var tækling, erfitt fyrir dómarana og VAR að segja til um. Við höfum fengið rauð spjöld fyrir svipuð atvik,“ sagði Pochettino.
,,Ég ætla ekki að segja of mikið, ég skil og sætti mig við það að þetta var mögulega rautt spjald. Ég vil ekki segja of mikið því ég hef ekki séð öll sjónarhornin.“
,,Svona er fótboltinn, stundum hentar hann þér og stundum ekki.“