Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Enski boltinn var aðeins ræddur í þættinum og til að mynda félagaskipti Tottenham í vikunni. Liðið fékk til sín þá Timo Werner og Radu Dragusin.
„Ég er ánægður með Tottenham. Son er frá og meiðslavandræði í vörninni. Ange er bakkaður upp. Af hverju er ekki verið að bakka Klopp upp?“ spurði Hrafnkell.
Bolli er stuðningsmaður Liverpool og tók hann undir þetta.
„Mér finnst bara galið að Liverpool sé ekki að taka neina inn í þessum glugga. Það er svo raunverulegur séns á frábæru tímabili.“
Umræðan í heild er í spilaranum.