Jadon Sancho var í gær kynntur til leiks sem nýr leikmaður þýska stórliðsins Dortmund.
Sancho kemur á láni frá Manchester United en hann hefur ekkert spilað með enska liðinu síðan í byrjun tímabils eftir að hann lenti í deilum við stjórann, Erik ten Hag.
Englendingurinn ungi var keyptur til United, einmitt frá Dortmund, á 73 milljónir punda 2021 en hefur ekki staðið undir væntingum.
Sancho var alsæll með að vera mættur aftur til Dortmund í gær.
Á myndbandi má sjá hann kyssa merki Dortmund, eitthvað sem hefur verið á milli tannanna á fólki.
Enskir miðlar vekja athygli á því að einhverjir stuðningsmenn United séu reiðir yfir þessu í ljósi þess að Sancho sé enn leikmaður liðsins.
Sitt sýnist hverjum en myndbandið er hér að neðan.
Jadon Sancho is back 😘🟡⚫️ pic.twitter.com/NBQHxOB7HA
— CentreGoals. (@centregoals) January 11, 2024