fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Valtýr varpar sprengju úr Laugardalnum um gríðarlegan taprekstur KSÍ – „Það verður bara að segjast eins og er“

433
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halli á rekstri KSÍ á síðasta ári var hátt í 300 milljónir króna. Þetta segir Valtýr Björn Valtýsson í hlaðvarpi sínu, Mín Skoðun á Brotkast.is.

Valtýr vitnaði í fund stjórnar KSÍ fyrir áramót sem Bryndís Einarsdóttir fjármálastjóri sat. Þar gerði hún ráð fyrir miklum halla á rekstri KSÍ 2023.

„Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða,“ segir í fundargerð stjórnar KSÍ.

„Tilgreindi hún meðal annars kostnað við landsliðin, sem er orðinn gríðarlegur, því það eru alveg 10-12 manns að fara aukalega með hverju liði, sem er allt of mikið. Það er líka tilgreindur kostnaður við að Blikar hafi farið í Evrópukeppni. Það er samt aukalega, fyrir utan hallann,“ sagði Valtýr í þætti sínum á dögunum.

Kvaðst hann svo hafa heimildir fyrir því hversu mikið tapið er.

„Samkvæmt mínum upplýsingum er hallinn tæpar 300 milljónir. Þessi kostnaður við hitapulsuna á Laugardalsvellinum er í kringum 50-60 milljónir.

Tekjur karlalandsliðsins hafa minnkað svo mikið og það verður bara að segjast eins og er að tekjurnar á kvennalandsliði eru miklu, miklu minni. Það er selt ódýrara á kvennaleikina, það eru færri áhorfendur. Það er mun dýrara á karlaleikina og fleiri áhorfendur. Það er spurning hvað KSÍ ætlar að gera, hvort þeir ætli að jafna út þetta verð og fá fleiri á völlinn báðum megin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“