Knattspyrnumaðurinn Sadio Mane giftist hinni 18 ára gömlu Aisha Tamba um helgina í heimalandi sínu, Senegal. Fjölmiðlar um heim allan fjalla um þetta.
Þetta hefur vakið athygli en sjálfur er Mane 31 árs gamall og því töluverður aldursmunur á þeim.
Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi Mane og Tamba hafa verið saman en þau hittust fyrst þegar hún var 16 ára gömul.
Einnig er sagt frá því í fréttum ytra að Mane hafi greitt skólagjöld hennar á námsárunum.
Mane er í dag leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann var þar áður hjá Bayern Munchen en er auðvitað þekktastur fyrir ár sín hjá Liverpool.
Sóknarmaðurinn er á leið í Afríkukeppnina með Sengal en þar hefjast leikar 13. janúar.