Albert Guðmundsson, sóknarmaður Genoa á Ítalíu er á meðal bestu leikmanna í úrvalsdeildinni á Ítalíu nú þegar mótið er hálfnað.
Albert hefur verið frábær í liði Genoa á þessu tímabili en liðið kom upp í deildina fyrir tímabilið.
Opta á Ítalíu velur Albert í lið fyrri umferðar í deildinni en 19 umferðir eru búnar á Ítalíu.
Albert hefur verið orðaður við nokkur stórlið undanfarið og má þar nefna AC Milan, Roma og Aston Villa.
Óvíst er hvort Albert verði með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á Evrópumótinu í mars.
Albert hefur ekki spilað með landsliðinu undanfarna mánuði en Age Hareide hefur ekki mátt velja hann í hópinn vegna rannsóknar lögreglunnar á Íslandi en kæra var lögð fram síðast haust og Albert þar sakaður um kynferðisbrot.
Albert hefur hafnað sök í málinu en málið er nú komið á borð ákærusviðs lögreglu sem tekur ákvörðun um næsta skref málsins.