Manchester United hefur mikinn áhuga á vængmanninum öfluga Michael Olise sem spilar með Crystal Palace.
Frá þessu greinir The Daily Star en Olise er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Palace.
Um er að ræða mjög skemmtilegan vængmann sem myndi reynast dýr ef hann yfirgefur Palace í janúar.
Samkvæmt Star er United tilbúið að bjóða Aaron Wan-Bissaka sem hluta af skiptunum en hann gekk í raðir liðsins frá einmitt Palace 2019.
Wan-Bissaka hefur ekki staðist væntingar á Old trafford en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.