Erik ten Hag er ekki búinn að missa búningsklefann hjá Manchester United að sögn the Athletic.
Gengi United á þessu tímabili hefur ekki verið nógu gott en Ten Hag tók við stjórnvölunum fyrir síðustu leiktíð.
Fyrir það gerði Ten Hag flotta hluti með Ajax og hafnaði í þriðja sæti á fyrsta tímabili sínu sem þjálfari United.
Athletic segir að margir leikmenn trúi enn á verkefnið undir Ten Hag en ljóst er að gengið þarf að batna á nýju ári.
Möguleiki er á að Hollendingurinn fái sparkið á næstu vikum eða mánuðum ef úrslitin skila sér ekki í hús.