Villarreal á Spáni vonast til að semja endanlega við vængmanninn Facundo Pellistri í þessum mánuði.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Pellistri samdi við United fyrir fjórum árum síðan og hefur lítið spilað.
Nice og Sevilla hafa sýnt Pellistri áhuga og vilja semja við hann á láni út tímabilið með möguleika á kaupum.
Villarreal horfir þó á endanleg kaup frekar en lán og gæti lagt fram tilboð áður en janúarglugganum lýkur.
Erik ten Hag, stjóri United, ku vera opinn fyrir því að hleypa Pellistri burt en hann fær lítið sem ekkert að spila á Old Trafford í dag.