Það er draumur margra leikmanna að spila fyrir enska stórliðið Manchester United sem er heimsfrægt félag.
Þar á meðal sóknarmannsins Amad Diallo sem fékk óvænt tilboð frá United árið 2021 er hann lék með Atalanta á Ítalíu.
Diallo hélt að um grín væri að ræða í fyrstu en hann fékk símtal frá stjórnarformanni Atalanta sem sagði frá áhuga enska liðsins.
Diallo hefur komið við sögu á þessu tímabili en hefur þó í heildina fengið fá tækifæri í Manchester.
,,Ég man eftir því þegar ég var heima hjá mér og stjórnarformaðurinn hringdi í mig. Hann tjáði mér að United vildi fá mig í sínar raðir,“ sagði Diallo.
,,Ég spurði bara: ‘Í alvöru? Nei nei, þú ert að grínast, þetta er brandari! Í alvöru? Allt í lagi, láttu mig fá pappírana og ég skal skrifa undir um leið.’
,,Það var alltaf draumur minn að spila á Old Trafford og ég heimtaði að fá samningidnn í hendurnar og skrifa undir. Ég ítrekaði hvort hann væri að grínast eða ekki og hann var að segja sannleikann.“
,,Ég hringdi í móður mína um leið og tjáði henni fréttirnar, þetta gerðist allt svo hratt fyrir sig.“