Darwin Nunez getur orðið besti framherji heims ef hann lagar einn eiginleika í sínum leik að sögn Dietmar Hamann.
Hamann er fyrrum leikmaður Liverpool en þar spilar Nunez í dag og er á sínu öðru tímabili.
Nunez leggur sig hart fram í hverjum einasta leik en hann er ekki sá besti þegar kemur að því að nýta færin fyrir framan markið.
,,Stuðningsmenn Liverpool eru að missa þolinmæðina þegar kemur að Nunez en þeir geta gefið honum nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Hamann.
,,Staðreyndin er sú að þegar hann spilar þá skapar liðið fleiri færi en ef þú ert ekki að nýta þessi færi þá skiptir það litlu.“
,,Ef Darwin Nunez gæti klárað færin sín þá væri hann mögulega besti leikmaður heims. Hann er hraður, sterkur og er með allt sem til þarf fyrir utan færanýtinguna.“