Eric Dier, leikmaður Tottenham, færist nær Bayern Munchen ef marka má Sky í Þýskalandi.
Hinn 29 ára gamli Dier hefur verið á mála hjá Tottenham síðan 2014 en er ekki inni í myndinni hjá Ange Postecoglou, sem tók við í sumar.
Samningur Dier rennur út næsta sumar og er hann því fáanlegur ódýrt.
Yrði hann annar leikmaður Tottenham sem fer til Bayern Munchen á þessari leiktíð en Harry Kane fór til þýska félagsins frá Tottenham í upphafi leiktíðar.
🚨 News Eric #Dier: Yes, he’s still on the list of FC Bayern and there is a verbal agreement in principle about a potential move now.
➡️ Talks and ideas about a permanent deal! But understand there is no final decision yet.
➡️ Bayern is exploring additional alternatives.… pic.twitter.com/Lhw3jG89TG
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) January 5, 2024