Samkvæmt ESPN lagði Manchester United fram tilboð í Evan Ferguson, framherja Brighton í sumar. Tilboðinu var hafnað samstundis.
Ferguson, sem er aðeins 18 ára gamall, er einn mest spennandi framherji heims og er ekki ólíklegt að hann verði keyptur dýrum dómum í næstu félagaskiptagluggum.
United bauð hins vegar 50 milljónir punda í hann í sumar en forráðamenn Brighton hlógu að tilboðinu.
Talið er að það muni þurfa breskt félagaskiptamet til að krækja í Ferguson og þarf United því að hósta upp meira en helmingi hærri upphæð en félagið bauð í sumar.