Landsliðskonan Guðný Árnadóttir er spennt að takast á við komandi leik gegn Wales í Þjóðdeildinni á föstudag.
Ísland og Wales mætast í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni en keppnin er ný af nálinni í kvennaflokki.
„Þetta verður hörkuleikur og við erum spenntar á að takast á við hann,“ segir Guðný við 433.is.
Guðný
„Wales er með sterkt lið. Þetta er góður möguleiki fyrir okkur til að bæta okkar leik, spila góðan leik og taka þrjú stig.“
Guðný segir andann í íslenska hópnum góðan og segir alltaf gaman að hitta liðsfélagana í íslenska landsliðinu.
„Það er alltaf jafn gaman. Það er einstök tilfinning.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.