fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Klara tjáir sig eftir fíaskó gærdagsins – Skilur pirring Blika en hendur KSÍ voru bundnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 09:53

Klara Bjartmarz, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ. Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi skoðað allar mögulegar leiðir til að finna nýjan leikdag fyrir leik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla. Hún skilur pirring Blika en segir að einfaldlega hafi ekki verið hægt að finna nýjan leiktíma.

Mikið fjaðrafok var í kringum leik Víkings og Breiðabliks sem fyrrnefnda liðið vann 5-3 í gær. Blikar vildu fá leiknum frestað í ljósi þess að liðið er í miðju einvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Kópavogsliðið vann fyrri leikinn gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag 0-1 og mætir þeim hér heima í seinni leiknum næstkomandi fimmtudag.

Víkingur var ekki til í að spila leikinn í landsleikjahléi og hendur KSÍ voru bundnar þar sem ekki var hægt að finna nýjan leikdag.

Blikar eru klárlega bálreiðir yfir því að leiknum hafi ekki verið frestað. Liðið mætti ekki í Fossvoginn fyrr en um hálftíma fyrir leik í gær og leikskýrslan barst seint.

„Ég ætla ekki að tjá mig um mína persónulegu skoðun á þessu máli en þetta gerir auðvitað þeim sem starfa við leikinn erfiðara fyrir,“ segir Klara um málið í stuttu samtali við 433.is í morgunsárið.

„Það voru allir möguleikar skoðaðir en það var ekki hægt að finna nýjan leikdag.“

Klara skilur pirring Blika og undir öðrum kringumstæðum hefði verið hægt að koma til móts við þá.

„Ég skil það og auðvitað hefðum við viljað hjálpa en það var ekki hægt að færa leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir áhugaverðar sögur á kreiki um hugsanlega heimkomu Heimis

Ríkharð segir áhugaverðar sögur á kreiki um hugsanlega heimkomu Heimis
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar útskýrir hvers vegna hann heyrði ekki í Jóa Berg – „Ágætt að mynda sér vinnureglur, annars fer allt í tóma þvælu“

Arnar útskýrir hvers vegna hann heyrði ekki í Jóa Berg – „Ágætt að mynda sér vinnureglur, annars fer allt í tóma þvælu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur segir frá kjaftasögu sem hann heyrði frá Hlíðarenda – „Af hverju ertu að skipta?“

Valur segir frá kjaftasögu sem hann heyrði frá Hlíðarenda – „Af hverju ertu að skipta?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor stoltur eftir verðlaun helgarinnar: Fór í hjartaaðgerð í vetur – „Hefur þetta því í raun enn meiri þýðingu fyrir mig“

Viktor stoltur eftir verðlaun helgarinnar: Fór í hjartaaðgerð í vetur – „Hefur þetta því í raun enn meiri þýðingu fyrir mig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford
433Sport
Í gær

Garnacho opnar sig um síðustu mánuðina hjá Manchester United

Garnacho opnar sig um síðustu mánuðina hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Setja fram samsæriskenningu um það af hverju framherji Chelsea spilar ekki

Setja fram samsæriskenningu um það af hverju framherji Chelsea spilar ekki