fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Grétar varpar nýju ljósi á fjaðrafokið milli Kjartans og Hansen – „Ég held að menn fatti ekki hvað hann gerir mikið af þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, var mikið til umræðu í vor, ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja FH.

Sá síðarnefndi var dæmdur í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir olnbogaskot í Hansen í leik liðanna.

Nokkrum dögum síðar vildu einhverjir sjá Hansen fá sömu refsingu fyrir olnbogaskot í leik gegn HK.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrrum knattspyrnumaður, var gestur hlaðvarpsins Chat After Dark á dögunum. Þar kom Hansen til umræðu.

„Ég þoli ekki hvað er ekki talað um olnbogaskotin hans. Ég hef spilað á móti honum. Ég hugsaði: Kann hann ekki að fara upp í skallabolta án þess að fara með hendurnar upp?

Nú gerði hann þetta um daginn og það fór svolítið fyrir því. En ég held að menn fatti ekki hvað hann gerir mikið af þessu,“ sagði Grétar í þættinum.

Hann hélt svo áfram.

„Þetta er bara bannað. Og þegar þú ert svona stór og sterkur er bara líklegra að þú farir í einhvern.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Í gær

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Í gær

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli