fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 24. mars 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, fyrir­­liði enska lands­liðsins er orðinn marka­hæsti leik­­maður enska karla­lands­liðsins frá upp­­hafi, þetta varð ljóst eftir að hann skoraði annað mark Eng­lands í leik gegn Ítalíu í undan­­keppni EM í gær. Metið var áður í eigu Wa­yne Roon­ey og óskar hann Kane til hamingju með færslu á sam­fé­lags­miðlum.

„Til hamingju Harry Kane með að vera orðinn marka­hæsti leik­maður enska lands­liðsins frá upp­hafi. Ég vissi að það myndi ekki taka hann langan tíma að bæta metið en hann var ansi fljótur að því. Magnaður maður, ó­trú­legur marka­skorari og goð­sögn enska lands­liðsins. Til hamingju Harry,“ skrifaði Roon­ey í færslu á Twitter eftir að Kane hafði bætt met hans.

Markið sem gerði metið að eign Kane skoraði hann úr víta­spyrnu gegn Ítalíu í gær­kvöldi og var um að ræða 54. mark hans á lands­liðs­ferlinum og bætir hann þar með met Wa­yne Roon­ey sem stóð í 53 mörkum.

Harry Kane fagnar marki sínu í gærkvöldi / GettyImages

„Þegar að ég sló sjálfur marka­metið árið 2015, þá var Harry Kane fyrsti maðurinn til þess að hlaupa til mín og fagna með mér,“skrifar Roon­ey í grein sem birtist á vef The Times í morgun. „Ég vissi að hann gæti orðið mesti marka­skorari Eng­lands frá upp­hafi jafn­vel þó að hann væri að­eins kominn með þrjú lands­liðs­mörk á þeim tíma.“

Enn fremur er Harry Kane marka­hæsti fyrir­liði Eng­lands frá upp­hafi, sá leik­maður sem hefur skorað flest mörk úr víta­spyrnum fyrir lands­liðið, sá leik­maður sem hefur skorað flest mörk á einu ári fyrir lands­liðið og sá leik­maður sem hefur skorað flest mörk á stór­mótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla