fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Ronaldo heimspekilegur þegar hann var spurður út í United – „Á toppi fjallsins er oft erfitt að sjá hvað er á botninum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo segist vera betri maður í dag eftir að hafa upplifað erfiðleika hjá Manchester United, enska félagið rifti samningi hans í nóvember eftir frægt viðtal við Piers Morgan.

Ronaldo snéri aftur til Manchester United sumarið 2021 og byrjaði vel en það fór að halla undan fæti og Ronaldo virkaði pirraður innan sem utan vallar.

„Manchester United? Ég held að allt gerist í lífinu af ástæðu. Ég kann að meta það að hafa gengið í gegnum þetta til að sjá hverjir eru með mér í liði, á erfiðum tímum kemur það í ljós,“ segir Ronaldo.

Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádí Arabíu en er nú mættur í verkefni með landsliði Portúgals. Þar tjáir hann sig í reynd í fyrsta sinn um Manchester United og hlutina þar.

„Þetta var ekki góður tími á mínum ferli sem atvinnumaður. Það er ekki tími í lífinu til þess að sjá á eftir hlutum, lífið heldur áfram. Þetta var hluti af því að þróast, á toppi fjallsins er oft erfitt að sjá hvað er á botninum og það gerðist hjá mér.“

„Núna sé ég það og þetta var lærdómur fyrir mig sem manneskju. Ég hafði aldrei upplifað svona áður. Ég er betri maður í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð