fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Ronaldo heimspekilegur þegar hann var spurður út í United – „Á toppi fjallsins er oft erfitt að sjá hvað er á botninum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo segist vera betri maður í dag eftir að hafa upplifað erfiðleika hjá Manchester United, enska félagið rifti samningi hans í nóvember eftir frægt viðtal við Piers Morgan.

Ronaldo snéri aftur til Manchester United sumarið 2021 og byrjaði vel en það fór að halla undan fæti og Ronaldo virkaði pirraður innan sem utan vallar.

„Manchester United? Ég held að allt gerist í lífinu af ástæðu. Ég kann að meta það að hafa gengið í gegnum þetta til að sjá hverjir eru með mér í liði, á erfiðum tímum kemur það í ljós,“ segir Ronaldo.

Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádí Arabíu en er nú mættur í verkefni með landsliði Portúgals. Þar tjáir hann sig í reynd í fyrsta sinn um Manchester United og hlutina þar.

„Þetta var ekki góður tími á mínum ferli sem atvinnumaður. Það er ekki tími í lífinu til þess að sjá á eftir hlutum, lífið heldur áfram. Þetta var hluti af því að þróast, á toppi fjallsins er oft erfitt að sjá hvað er á botninum og það gerðist hjá mér.“

„Núna sé ég það og þetta var lærdómur fyrir mig sem manneskju. Ég hafði aldrei upplifað svona áður. Ég er betri maður í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson