fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Tölurnar „ótrúlegar“ miðað við alla seðlana sem komu inn – „Fá þessa 200 milljóna króna gjöf sem er einstakt dæmi“

433
Sunnudaginn 19. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings Reykjavíkur var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Í vikunni vakti umfjöllun Fréttablaðsins um ársreikningra nokkurra af fremstu knattspyrnudeildum landsins athygli en víða mátti sjá tap á rekstri þeirra deilda, meðal annars hjá Val.

„Ef ég ætti að hafa áhyggjur af einhverju félagi þegar kemur að peningum þá er það ekki Valur en Breiðablik er pínu áhyggjuefni. Þeir fá þessa 200 milljóna króna gjöf sem er bara einstakt dæmi, hefði hún ekki komið inn í bókhaldið þá hefði tapið verið í kringum 50 milljónir króna. Það er ótrúlegt miðað við alla þessa Evrópupeninga og sölu á leikmönnum fyrir 110 milljónir. Þar þurfa menn að passa sig.

Hjá KR var mikið tap, ég veit að það er tap á rekstrinum hjá FH, það var tap hjá KA og HK. Allir þeir ársreikningar sem hafa verið gefnir út hingað til hafa verið með rauðum tölum fyrir utan Breiðabliks tölurnar sem eru blekkjand,“ segir Hörður.

Arnar var þá inntur eftir því hvort tölurnar í ársreikningi Víkinga yrðu rauðar eða grænar.

„Þær verða fagur grænar,“ svaraði Arnar. „Það eru öll félög að eltast við hinn heilaga gral sem er Evrópukeppnin, svo gleyma menn því oft að ef þú kemst ekki fram hjá fyrstu umferð, þá er þetta smá ströggl. Núna fær meistaraliðið smá aukabónus þrátt fyrir að það lið detti út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Þú ferð þá niður í Evrópu- og Sambandsdeildina eins og við gerðum í fyrra. Þetta er skemmtileg gulrót.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eric Canton hjólar fast í Ratcliffe

Eric Canton hjólar fast í Ratcliffe
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
Hide picture