fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Sporting sló út Arsenal í Evrópudeildinni

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 22:47

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sporting Lisbon er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Arsenal í leik kvöldsins sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Fyrri leik liðanna í Portúgal lauk með 2-2 jafntefli og því var von á afar áhugaverðum leik í kvöld.

Arsenal komst yfir í fyrri hálfleik með góðu marki frá svissneska miðjumanninum Granit Xhaka. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Seinni hálfleikurinn bauð síðan upp á eitt flottasta mark Evrópudeildarinnar hingað til á þessu tímabili.

Þegar að rétt rúmar 60. mínútur höfðu liðið leiks fékk Pedro Goncalves, leikmaður Sporting, boltann við miðjubogann og hann gerði sér lítið fyrir og lét vaða í áttina að marki Arsenal.

Knötturinn sveif yfir Aaron Ramsdale í markinu og endaði í netinu, staðan orðin 1-1.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu leikmenn Sporting úr öllum sínum spyrnum á meðan að Gabriel Martinelli, leikmanni Arsenal brást bogalistin í sinni spyrnu.

Sporting fór því áfram og dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun.

Liðin sem hafa tryggt sig áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar:

Sevilla
Feyenoord
Manchester United
Juventus
Bayer Leverkusen
Roma
Royale Union Saint Gilloise
Sporting Lisbon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla