fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar – Pep brúnaþungur á æfingu dagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virkaði brúnaþungur á æfingu liðsins í dag í ljósi frétta gærdagsins.

City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í gær. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því eða þaðan af verra, eins og að það verði fellt niður um deild.

City er sakað um að hafa farið frjálslega með sannleikann þegar kemur að styrkarsamningum og samningum við leikmenn.

Um helgina mætir City Aston Villa og æfði liðið í dag.

Hér að neðan má sjá myndir af Guardiola á æfingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld