fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Neðri deildunum ekki skylt að taka á móti Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fari svo að Manchester City verði sent niður um deild eða deildir í refsiskyni vegna brota á fjármálareglum ber deildunum fyrir neðan engin skylda að taka við félaginu.

City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í gær. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því eða þaðan af verra, eins og að það verði fellt niður um deild.

City er sakað um að hafa farið frjálslega með sannleikann þegar kemur að styrkarsamningum og samningum við leikmenn.

The Telegraph segir að ensku neðri deildunum (The English Football League) yrði hins vegar ekki skylt að taka við City þangað. Félög sem falla úr ensku úrvalsdeildinni þurfa að sækja um að spila í deildinni fyrir neðan hjá ensku neðri deildunum.

Aðeins er pláss fyrir 72 lið í A, B og C deild. Það þyrfti því að leita annara lausna til að koma City fyrir þar.

Ljóst er að refsing af þessu tagi yrði sú allra harðasta sem City gæti orðið fyrir og alls ekki ljóst að af verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Í gær

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina