fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Helgi segist ekki hafa heyrt í Andra Rúnari um mögu­lega endur­komu – „Alla­vegana hef ég ekki haft sam­band við hann“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 17:00

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðs­son, þjálfari karla­liðs Grinda­víkur sem leikur í Lengju­deildinni segist ekki hafa haft sam­band við bol­víska fram­herjann Andra Rúnar Bjarna­son sem er nú án fé­lags eftir að hafa yfir­gefið her­búðir ÍBV.

Þjálfarinn knái, sem tók við Grinda­vík eftir síðasta tíma­bil, er gestur í þættinum 433.is sem er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld klukkan 20:00.

Í þættinum var hann spurður út í mögu­leikann á því að Grind­víkingar fái Andra Rúnar til liðs við sig.

„Alla­vegana hef ég ekki haft sam­band við hann. Þetta er frá­bært leik­maður sem hefur þó átt við meiðsli að stríða, ég veit ekki hvernig standið á honum er varðandi það. Eins og staðan er núna erum við að leita að fram­herja er­lendis. Hvort að Andri Rúnar komi eða ekki er eitt­hvað sem ég get sagt til um, það er alla­vega ekkert sem er al­var­lega í um­ræðunni núna.“

Andri Rúnar var á sínum tíma á mála hjá Grinda­vík og átti meðal annars frá­bært tíma­bil með liðinu í efstu deild árið 2017 þar sem hann skoraði 19 mörk fyrir liðið í 22 leikjum. For­vitni­legt verður að sjá hvert næsta skref hans á ferlinum verður.

Þátturinn 433.is er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld og hefst klukkan 20:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“
433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“