Manchester United er búið að ákveða að framlengja samning varnarmannsins Victor Lindelof.
Frá þessu greinir the Athletic en Lindelof átti að renna út á samningi á næsta ári.
Erik ten Hag, stjóri United, þykir vera aðdáandi miðvarðarins sem fær eins árs framlengingu eða til ársins 2025.
Lindelof er 29 ára gamall en breiddin í vörn United er ekki mikil og vill Ten Hag ekki missa sænska landsliðsmanninn í sumar.
Raphael Varane er líklega á förum frá United í janúarglugganum og má félagið ekki við því að missa Lindelof á sama tíma.
Lindelof hefur spilað 18 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og hefur þótt standa sig ágætlega.