Carlo Ancelotti skrifaði undir nýjan samning við Real Madrid í dag.
Ítalinn hefur verið sterklega orðaður við brasilíska landsliðið og var talað um að hann myndi taka við því þegar samningur hans við Real Madrid átti að renna út í sumar.
Nú hefur samningur Ancelotti hins vegar verið framlengdur til 2026 og verður hann því áfram í Madríd.
Ancelotti hefur náð frábærum árangri með Real Madrid og meðal annars unnið Meistaradeildina í tvígang.
✨ @MrAncelotti ✨
🙌 #Ancelotti2026 🙌 pic.twitter.com/VR0yRovJL3— Real Madrid C.F. (@realmadrid) December 29, 2023