fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Age eftir dráttinn á EM: ,,Enn langt í að við komumst þangað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. desember 2023 18:42

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst hvaða liðum Ísland mætir ef liðið fer alla leið í lokakeppni EM sem hefst í Þýskalandi á næsta ári.

Ísland er á leiðinni í umspil í gegnum Þjóðadeildina og þarf að vinna Ísrael í fyrstu umferð og mætir svo annað hvort Bosníu eða Úkraínu.

Ísland myndi fá ansi þægilegan riðil ef farið er alla leið í lokakeppnina en dregið var í riðlana í dag.

Andstæðingar Íslands yrðu Rúmenía, Slóvakía og Belgía og myndum við leika í E riðli að þessu sinni.

Age Hareide, landsliðsþjálfari, hafði þetta að segja eftir dráttinn í dag.

,,Auðvitað er þetta mjög áhugavert og gefur okkur kleift á að plana fram í tímann, við vitum hvar við myndum spila og gegn hvaða liðum,“ sagði Age.

,,Við erum hins vegar ekki komin þangað, það er enn langt í að við komumst í lokakeppnina svo ég vil ekki tjá mig um dráttinn.“

,,Það eina sem við einbeitum okkur að er umspilið í mars, það er það eina sem skiptir máli og við þurfum að gera vel gegn Ísrael.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu