fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
433Sport

Manchester United hefur engan áhuga á að nýta sér þann möguleika að halda honum hjá félaginu

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi Anthony Martial og framlengja hann um eitt ár. The Athletic greinir frá þessu.

Samningur hins 28 ára gamla Martial rennur út eftir leiktíðina en kappinn skrifaði undir fimm ára samning við United 2019 með möguleika á árs framlengingu.

Verður sá möguleiki hins vegar ekki nýttur af hálfu United og fer leikmaðurinn því frítt næsta sumar, nema hann verði seldur í janúar.

Martial var keyptur til United 2015 og varð um leið dýrasti táningur sögunnar. Kostaði hann 36 milljónir punda og kom frá Monaco en kaupverðið gat hækkað í 58 milljónir punda.

Það er óhætt að segja að Martial hafi ekki staðið undir væntingunum á tíma sínum hjá United og stuðningsmenn verða líklega margir hverjir glaðir að sjá hann fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City fjármagnar 63 milljarða höll í Manchester – Sjáðu myndina

City fjármagnar 63 milljarða höll í Manchester – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sveindís Jane mætt aftur í byrjunarliðið – Landsleikurinnn hefst klukkan 15 í Serbíu

Sveindís Jane mætt aftur í byrjunarliðið – Landsleikurinnn hefst klukkan 15 í Serbíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool heppið með drátt í Evrópudeildinni

Liverpool heppið með drátt í Evrópudeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hún vill hring á fingur en hann tekur það ekki í mál – Sjáðu kostulegt samtal þeirra

Hún vill hring á fingur en hann tekur það ekki í mál – Sjáðu kostulegt samtal þeirra
433Sport
Í gær

Mbappe horfði á nánast alla leiki Everton

Mbappe horfði á nánast alla leiki Everton
433Sport
Í gær

Aðeins tvítugur en ákvað að eyða um milljarð í fyrstu fasteignina – Sjáðu stórkostlegt glæsibýli

Aðeins tvítugur en ákvað að eyða um milljarð í fyrstu fasteignina – Sjáðu stórkostlegt glæsibýli