fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Áhugaverðar kenningar á kreiki um það sem gerðist í leik Manchester United um helgina

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, missir af næsta leik gegn Liverpool þar sem hann er kominn með fimm gul spjöld í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það fimmta kom í skelfilegu 0-3 tapi United gegn Bournemouth um helgina.

Spjaldið fékk Fernandes fyrir að kvarta í dómaranum undir lok leiks, en menn voru orðnir verulega pirraðir á gangi mála.

Einhverjir hafa haldið því fram að Portúgalinn hafi vitað af leiknum gegn Liverpool og einfaldlega ekki viljað spila hann eftir gengi United á tímbilinu.

„Kannski vildi hann ekki fara á Anfield, ekki myndi ég vilja það núna. Ég veit samt ekki hvort þú sért að hugsa um næsta leik á meðan þú ert að spila,“ segir Michael Owen, en hann lék fyrir bæði Liverpool og Manchester United á ferlinum.

Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys er harður á því að Fernandes hafi viljandi fengið spjald og þar af leiðandi leikbann gegn Liverpool.

„Fernandes vissi að hann myndi missa af leiknum gegn Liverpool ef hann hefði fengið gult. Hann vildi ekki spila þann leik. 0-3 undir og hann fær reiðiskast. Er þetta fyrirliði? Leiðtogi?“ skrifaði Keys á samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu
433Sport
Í gær

Opinbera stórfurðulega ástæðu þess að Ederson vill fara frá City

Opinbera stórfurðulega ástæðu þess að Ederson vill fara frá City
433Sport
Í gær

Ferðaðist hátt í 10 þúsund kílómetra til Íslands og ástæðan er ótrúleg – „Þetta var draumur að rætast“

Ferðaðist hátt í 10 þúsund kílómetra til Íslands og ástæðan er ótrúleg – „Þetta var draumur að rætast“