fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Hörður Magnússon ómyrkur í máli og horfir svona á stöðuna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon var nokkuð ómyrkur í máli sínu varðandi stöðu íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Slóvakíu í kvöld.

Hörður telur að Age Hareide hafi lítið sannað sem þjálfari hjá liðinu til að fá það lof sem hann hefur fengið.

„Ég sé okkur ekki ná í sigur. Kannski jafntefli. Mér finnst Slóvakarnir betri en við. Við erum ennþá í öldudal og það hefur lítið breyst með nýjum þjálfara,“ sagði Hörður Magnússon í íþróttafréttum RÚV í gærkvöldi.

Rætt hefur verið um að KSÍ reyni að framlengja samning Hareide sem rennur út á næsta ári, Hörður telur hann ekki hafa unnið fyrir honum.

„Ég hefði viljað sjá meira. Við höfum nánast geta valið úr öllum okkar leikmönnum öfugt við fyrri landsliðsþjálfara. Ég sé ekki alveg hvað hann er að reyna að láta okkur spila. Við eigum í vandræðum með að skora, nema á móti Liechtenstein. Ég vil bara sjá miklu meira. Það er enginn vafi á því að Åge Hareide er fær þjálfari og gríðarlega reynslumikill. En það stefnir í að við lendum í fimmta sæti í þessum riðli sem er ekki ásættanlegt að mínu mati. Ef það á að verðlauna hann með nýjum samningi þá finnst mér að árangurinn þurfi að vera betri,“ segir Hörður á RÚV.

Íslenska liðið fer að öllum líkindum í umspil um laust sæti á EM í mars en þar sér Hörður ekki mikla möguleika.

„Mér finnst það full digurbarkalegt að segja það. Jú, hann er með sjálfstraust og bjartsýni og það er ekkert að því. En ég tel ennþá einhver ár í að við förum að berjast um að komast á stórmót, að mínu mati. Ég veit að ég er kannski pínu svartsýnn en ég er raunsær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskir dómarar fá áhugavert verkefni í Evrópudeildinni

Íslenskir dómarar fá áhugavert verkefni í Evrópudeildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Napoli hættir við að kaupa Darwin

Napoli hættir við að kaupa Darwin
433Sport
Í gær

Vill fara frá Liverpool eftir tilboð frá Bayern í vikunni

Vill fara frá Liverpool eftir tilboð frá Bayern í vikunni
433Sport
Í gær

Afi í fyrsta sinn og er í skýjunum – Hinn afinn fastur í fangelsi og er sagður stjórna glæpagengi

Afi í fyrsta sinn og er í skýjunum – Hinn afinn fastur í fangelsi og er sagður stjórna glæpagengi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz
433Sport
Í gær

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina