fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Hörður Magnússon ómyrkur í máli og horfir svona á stöðuna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon var nokkuð ómyrkur í máli sínu varðandi stöðu íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Slóvakíu í kvöld.

Hörður telur að Age Hareide hafi lítið sannað sem þjálfari hjá liðinu til að fá það lof sem hann hefur fengið.

„Ég sé okkur ekki ná í sigur. Kannski jafntefli. Mér finnst Slóvakarnir betri en við. Við erum ennþá í öldudal og það hefur lítið breyst með nýjum þjálfara,“ sagði Hörður Magnússon í íþróttafréttum RÚV í gærkvöldi.

Rætt hefur verið um að KSÍ reyni að framlengja samning Hareide sem rennur út á næsta ári, Hörður telur hann ekki hafa unnið fyrir honum.

„Ég hefði viljað sjá meira. Við höfum nánast geta valið úr öllum okkar leikmönnum öfugt við fyrri landsliðsþjálfara. Ég sé ekki alveg hvað hann er að reyna að láta okkur spila. Við eigum í vandræðum með að skora, nema á móti Liechtenstein. Ég vil bara sjá miklu meira. Það er enginn vafi á því að Åge Hareide er fær þjálfari og gríðarlega reynslumikill. En það stefnir í að við lendum í fimmta sæti í þessum riðli sem er ekki ásættanlegt að mínu mati. Ef það á að verðlauna hann með nýjum samningi þá finnst mér að árangurinn þurfi að vera betri,“ segir Hörður á RÚV.

Íslenska liðið fer að öllum líkindum í umspil um laust sæti á EM í mars en þar sér Hörður ekki mikla möguleika.

„Mér finnst það full digurbarkalegt að segja það. Jú, hann er með sjálfstraust og bjartsýni og það er ekkert að því. En ég tel ennþá einhver ár í að við förum að berjast um að komast á stórmót, að mínu mati. Ég veit að ég er kannski pínu svartsýnn en ég er raunsær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fenerbahce reynir við Ederson

Fenerbahce reynir við Ederson
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er þetta besta þrenna sögunnar? – Tvær bakfallspyrnur og eitt stórkostlegt skot

Er þetta besta þrenna sögunnar? – Tvær bakfallspyrnur og eitt stórkostlegt skot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilbúnir að selja til Liverpool en vilja leikmann í skiptum

Tilbúnir að selja til Liverpool en vilja leikmann í skiptum
433Sport
Í gær

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“
433Sport
Í gær

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030