Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur greint frá því að Cole Palmer hafi neitað að vera áfram hjá félaginu í sumar áður en hann samdi við Chelsea.
Chelsea keypti Palmer á 42 milljónir punda og hefur Englendingurinn staðið sig prýðilega með sínu nýja félagi.
Guardiola vildi halda leikmanninum í Manchester en þurfti að lokum að játa sig sigraðan í baráttunni.
Palmer var hetja Chelsea í gær gegn einmitt Man City og skoraði af vítapunktinum til að tryggja jafntefli í leik sem lauk 4-4.
,,Cole kom upp að mér og sagðist ekki vilja spila hérna, að hann myndi ekki fá tækifærið,“ sagði Guardiola.
,,Ég benti á að Riyad Mahrez væri á förum í sumar og að hann myndi fá tækifæri en hann neitaði og svaraði: ‘Nei, ég ætla ekki að spila hérna, ég vil fara.“
,,Ég svaraði bara á móti: ‘Allt í lagi, farðu.’ Hann fékk það sem hann vildi, þetta er ungur leikmaður með mikil gæði.“