Framherjinn öflugi Callum Wilson hefur þurft að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.
Wilson fékk kallið í enska landsliðshópinn en liðið mun spila við Möltu og Norður Makedóníu á næstunni.
Því miður fyrir Wilson koma meiðsli í veg fyrir þátttöku en hann meiddist í Meistaradeildinni í vikunni.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur staðfest það að Wilson verði frá í allavega nokkrar vikur.
Möguleiki er á að Wilson verði klár fyrir næsta leik Newcastle gegn Chelsea þann 25. nóvember.