Barcelona er mjög óvænt að skoða það að semja við miðjumanninn Wilfred Ndidi sem spilar með Leicester City.
Það er Sport á Spáni sem greinir frá en Ndidi hefur undanfarin sex ár spilað með enska félaginu.
Leicester leikur í Championship-deildinni í dag en góðar líkur eru á að félagið tryggi sér sæti í efstu deild fyrir næsta vetur.
Barcelona er í fjárhagserfiðleikum og er að skoða það að fá Ndidi á frjálsri sölu næsta sumar er leikmaðurinn verður samningslaus.
Ndidi er 26 ára gamall og er nígerískur landsliðsmaður en hann á að baki yfir 200 deildarleiki fyrir Leicester á Englandi.