Alejandro Garnacho var sár og svekktur eftir tap Manchester United gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu.
United komst 0-2 yfir í gær en leikurinn breyttist við afar umdeilt rautt spjald sem Marcus Rashford fékk seint í fyrri hálfleik og fór FCK að lokum með 4-3 sigur. Enska liðið er á botni síns riðils í Meistaradeildinni eftir úrslitin.
United komst í 3-2 í leiknum og þá ákvað Garnacho að sussa á grjótaharða stuðingsmenn danska liðsins.
Hér að neðan má sjá mynd af því en athæfi hans eldist ekki vel í ljósi þess hvernig leikurinn fór svo.