Declan Rice, leikmaður Arsenal, segir að stjóri liðsins Mikel Arteta hafi verið með skýr skilaboð fyrir leik liðsins gegn Sevilla í Meistaradeildinni í gær.
Arsenal vann þægilegan 2-0 sigur og kom sér vel fyrir á toppi B-riðils. Stefnir allt í að liðið fari áfram í 16-liða úrslit.
Skytturnar höfðu þó átt erfiða daga fram að leik en þeim var skellt af West Ham í deildabikarnum í síðustu viku og töpuðu 1-0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
„Við erum Arsenal og við megum ekki tapa þremur leikjum í röð,“ sagði Rice eftir leik.
„Arteta var mjög skýr með það fyrir leik. Þess vegna héldum við alltaf áfram og kláruðum dæmið.“