Arsenal er til í að selja allt að fjóra leikmenn til að geta fengið inn Ivan Toney ef marka má enska miðla.
Toney, sem er á mála hjá Brentford, má snúa aftur á fótboltavöllinn í janúar eftir bann fyrir brot á veðmálareglum en talið er að hann vilji færa sig um set.
Arsenal er eitt af líklegustu liðunum til að hreppa hann en talið er að framherjinn kosti 100 milljónir punda.
Vegna Financial Fair Play reglna þarf Arsenal þó að losa leikmenn til að geta fengið inn Toney.
Liðið eyddi meira en 200 milljónum punda í Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber og þá kaupir félagið líklega David Raya endanlega af Brentford næsta sumar á 30 milljónir puda, en hann er á láni sem stendur.
Því er Arsenal til í að selja allt að fjóra leikmenn en ekki er vitað hverjir þeir eru. Aaron Ramsdale, Thomas Partey og Emile Smith-Rowe eru þó nefndir til sögunnar í enskum miðlum.