Alejandro Garnacho fær enga refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa legið undir grun um að hafa sent frá sér rasísk skilaboð.
Eftir sigur Manchester United á FCK í Meistaradeildinni á dögunum birti Garnacho mynd af Andre Onana og setti tvær górillur með í færslu sína.
Garnacho eyddi færslunni skömmu síðar en enska sambandið fór í að rannsaka málið og var Garnacho beðinn um að svara fyrir það.
Onana steig fram og sagði færslu Garnacho langt því frá að innihalda fordóma, hann væri að tala um styrk eftir að Onana varði vítaspyrnu.
Enska sambandið hefur lokið rannsókn sinni og er nú ljóst að Garnacho verður ekki refsað fyrir færsluna hér að neðan.